SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Þuríður Bjarnadóttir

Þuríður Bjarnadóttir er fædd 31. janúar 1899 á Hellnaseli í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún ólst upp í fátækt og fór snemma að vinna fyrir sér. Árið 1931 giftist hún Arnóri Sigmundssyni, bónda í Árbót, og þar bjuggu þau góðu búi í rúm fjörutíu ár. Þau eignuðust fjögur börn, en misstu dóttur þriggja ára gamla. Flest ljóða Þuríðar eru frá æskuárum hennar og hún virðist hafa ort lítið eftir þrítugsaldur. Ljóðin skrifaði hún í vasabók sem fannst að henni látinni og sonur hennar gaf út árið 1985 undir nafninu Brotasilfur. Þuríður lést 27. október árið 1973 (Helga Kress).

 

Helga Kress. 2001. „Þuríður Bjarnadóttir 1899-1973“, bls. 256. Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur.  Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

Myndin er sótt í menningarsögulega gagnasafnið Sarpinn


Ritaskrá

  • 1985  Brotasilfur