SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Anna Heiða Pálsdóttir

Anna Heiða Pálsdóttir er fædd árið 1956.

Hún er bókmenntafræðingur, þýðandi og doktor í barnabókmenntum. Hún lauk BA- og MA-prófi í ensku og doktorsprófi árið 2002 frá University College Worcester (Coventry University). Um tíma starfaði hún sem skrifstofustjóri hjá Alcoa og er löggildur skjalaþýðandi. Hún var aðjúnkt við mála- og menningardeild HÍ til 2021 og kenndi breskar bókmenntir og bandaríska sögu.

Anna Heiði kenndi ritlist árum saman, hún kenndi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Þá hefur hún skrifað greinar um barnabókmenntir í blöð og tímarit, haldið fyrirlestra og setið í stjórn Félags áhugafólks um barnamenningu. 

Anna Heiða hefur skrifað bækur innan fantasíugreinarinnar og hefur einnig þýdd bækur í þeirri grein.

Anna Heiða starfar nú sem sjálfstæður þýðandi, sinnir sjálfboðavinnu fyrir Krabbameinsfélagið og málar í frístundum.

Anna Heiða er gift Hilmari Ævari Hilmarssyni og eiga þau tvö börn.

 

 

 


Ritaskrá

  • 2020  LOL: smásögur (ásamt fleirum)
  • 2012  Mitt eigið Harmagedón
  • 2003  Auga Óðins, sjö sögur úr norrænni goðafræði (ritstj.)
  • 1997  Galdrastafir og græn augu

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2013  Barna­bóka­verðlaun skóla- og frí­stundaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir bók­ina Mitt eigið Harma­gedón 

 

Tilnefningar

  • 2013  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Mitt eigið Harmagedón

 

Þýðingar

Þýðingar Önnu Heiðu:

  • 2008  Larry Ball: Myndlist í 30 ár. Listsköpun manns í tíma og rúmi
  • 2003  Ann Brashares: Gallabuxnaklúbburinn 
  • 2002  Philip Pullman: Skuggasjónaukinn
  • 2001  Philip Pullman: Lúmski hnífurinn
  • 2000  Philip Pullman: Gyllti áttavitinn