SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Amanda Líf Fritzdóttir

Amanda Líf Fritzdóttir er fædd 1999. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og Danslistarskóla JSB 2018 og BA gráðu í samtímadansi 2021. Amanda sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók Arsenik árið 2020.  Þá hefur hún birt ljóð í tölublaðinu Skandala. Amanda hefur mikinn áhuga á samtvinningu dans og ljóðskrifa og vinnur með þessi listform samhliða í flestum sínum verkefnum.


Ritaskrá

2020 Arsenik