SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Anna Kristine Magnúsdóttir

Anna Krist­ine Magnús­dótt­ir Mikulcá­kova, blaðamaður og dag­skrár­gerðarmaður, fædd­ist 7. mars 1953 í Reykja­vík.

Foreldrar hennar voru Miroslav R. Mikulcák, fram­kvæmda­stjóri í Reykja­vík (d. 1998,) sem tók upp nafnið Magnús Rafn Magnús­son og varð ís­lensk­ur rík­is­borg­ari árið 1958, og El­ín­ Kristjáns­dótt­ir, fv. deild­ar­rit­ari á Landa­kots­spít­ala (d. 2020). 

Anna Krist­ine ólst upp við Smára­götu og dvaldi við Straum­fjarðará á Snæ­fellsnesi öll sum­ur á æsku­ár­un­um. Hún var í Ísaks­skóla, Æfinga­deild KÍ og Haga­skóla, stundaði nám við Verzl­un­ar­skóla Íslands og lauk þaðan versl­un­ar­prófi 1971. Starfaði hjá Eim­skip árin 1969-1973 en hóf störf í blaðamennsku 1977. Anna Krist­ine var blaðamaður á Vik­unni, hjá Frjálsu fram­taki, Helgar­póst­in­um, Press­unni, helgar­blaði DV og síðar á DV. Hún rit­stýrði nokkr­um tíma­rit­um og skrifaði ógrynni viðtala og greina.

Anna Krist­ine hlaut verðlaun Blaðamanna­fé­lags Íslands árið 2007 í flokki rann­sókn­ar­blaðamennsku. Var hún þá hluti af teymi blaðamanna DV er fjallaði um ill­an aðbúnað og meðferð barna á vistheim­il­um hins op­in­bera. Hún hóf störf hjá RÚV árið 1991, við Dæg­ur­mála­út­varp Rás­ar 2 til 1996 og eft­ir það til 1999 var hún með vin­sæl­an út­varpsþátt á Rás 2, Milli mjalta og messu. Þaðan flutti hún með sama þátt yfir á Bylgj­una til ársins 2003.

Anna Krist­ine gegndi fjöl­mörg­um öðrum störf­um, var formaður Katta­vina­fé­lags­ins um tíma, var far­ar­stjóri í Prag og efndi til nokk­urra góðgerðar- og styrkt­ar­tón­leika hér á landi. Einnig ritaði hún bæk­ur og ævi­sög­ur. Anna Krist­ine lét eft­ir sig upp­komna dótt­ur, Elísa­betu El­ínu Úlfs­dótt­ur, Lizellu.

Anna Kristine lést á heimili sínu, 6. janúar 2022.

 


Ritaskrá

  • 2010  Með létt skap og liðugan talanda. Lífssaga Margrétar í Dalsmynni
  • 2009  Milli mjalta og messu. Lífsreynslusögur  
  • 2002  Litfóf lífsins II. Gleði og sigrar fjögurra ólíkra Íslendinga
  • 2001  Lit­róf lífs­ins I. Örlagasögur fimm kvenna

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2007  Verðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknablaðamennsku