SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Anna Stína Gunnarsdóttir

Anna Stína Gunnarsdóttir er fædd árið 1980 í Reykjavík.

Hún  lauk BA-gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2014.

Anna gaf út sína fyrstu skáldsögu, Dagbókin, vorið 2021. Sagan er byggð á lokaverkefni hennar til MA-gráðu í ritlist, sem hún lauk árið 2019 frá Háskóla Íslands.

Áður hafði Anna komið að útgáfu ýmissa verka á vegum Blekfjelagsins, félagi MA-nema í ritlist. Þar má meðal annars nefna verkefnið Hljóð bók, sem kom út árið 2018 og var samstarfsverkefni ritlistarnema og nema í hagnýtri útgáfu og ritstjórn. Einnig hefur Anna Stína átt þátt í útgáfu jólabóka Blekfjelagsins, þau ár sem hún stundaði nám í ritlist.

Anna býr í Kópavogi með konu sinni, tveim hundum, villiketti og hryssunni Verðandi.

 


Ritaskrá

  • 2021 Dagbókin
  • 2018 Hljóð bók (með fleiri höfundum)