SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Bergljót Arnalds

Bergljót Arnalds fæddist 15. október 1968. Hún hefur leikið á sviði og í kvikmyndum, samið og sungið tónlist og kennt börnum bæði leiklist og íslensku. Þá hefur hún einnig unnið sjónvarpsefni en á árunum 1999-2001 var hún umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins 2001 nótt sem var barnatími sem var sýndur á Skjá einum.

Bergljót hefur skrifað afar vinsælar barnabækur en þekktust er hún fyrir Talnapúkann og sögurnar um Stafakarlana og Gralla gorm. Bækur hennar eru gjarnan skemmtileg ævintýri sem ætlað er að miðla börnum ákveðinni þekkingu, eins og að læra á klukku og kynnast stöfunum og hljóðum þeirra. Þrjár af bókum Bergljótar hafa verið þýddar yfir á ensku.

Bergljót hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar og ritstörf, þar á meðal AUÐAR-verðlaunin fyrir frumkvöðlastarf og nýsköpun.

Heimildir:

Vefsíða Forlagsins

 


Ritaskrá

 • 2018  Rosi fer í bað
 • 2015  Rusladrekinn
 • 2011  Íslensku húsdýrin og trölli
 • 2007  Gralli Gormur og dýrin í Afríku
 • 2005  Í skóinn
 • 2005  Jólasveinasaga
 • 2003  Gralli Gormur og litadýrðin mikla
 • 2002  Þrautabók Gralla Gorms. Það er leikur að læra, reikna, lesa og skrifa með galdramúsinni Gralla
 • 2001  Í leit að tímanum
 • 2001  Gralli Gormur og stafaseiðurinn mikli
 • 1998  Talnapúkinn
 • 1997  Tóta og Tíminn
 • 1996  Stafakarlarnir

Heimasíða

 https://barnalds.wixsite.com/becka/about