SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðlaug Jónsdóttir

Guðlaug Jónsdóttir fæddist þann 7. maí árið 1966 á Hvammstanga en ólst upp á Melum í Hrútafirði. Foreldrar hennar voru þau Jón Jónsson og Þóra Ágústsdóttir. Guðlaug lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1985 og sveinsprófi í matreiðslu árið 1992. Árið 2008 lauk hún meistaranámi í iðngreininni og fór í kjölfarið í kennsluréttindanám við Háskóla Íslands. Guðlaug hefur starfað síðan sem heimilisfræðikennari við Grunnskólann á Ísafirði.

Árið 2012 kom út bókin Boðið vestur – bók um mat og matarmenningu á Vestfjörðum, sem hún skrifaði og vann í samstarfi við eiginmann sinn. Bókin var þýdd á ensku og þýsku.

Í lok sumars 2021 sendi Guðlaug frá sér bókina Í huganum heim, sem er í grunninn barnabók þar sem höfundur fer með lesendur í tímaferðalag til bernskuáranna.

Guðlaug býr á Ísafirði með eiginmanni sínum Karli Kristjáni Ásgeirssyni. Þau eiga tvo uppkomna drengi, Þóri og Ásgeir Kristján, en þeir eru búsettir í Reykjavík.


Ritaskrá

2021 Í huganum heim

2012 Boðið vestur

Tilnefningar

2021 Íslensku bókmenntaverðlaunin: Í huganum heim