![](https://skald.is/rails/active_storage/representations/eyJfcmFpbHMiOnsibWVzc2FnZSI6IkJBaHBBaXNOIiwiZXhwIjpudWxsLCJwdXIiOiJibG9iX2lkIn19--2a9d09fdd28737075125b397c52f96709c2b7a33/eyJfcmFpbHMiOnsibWVzc2FnZSI6IkJBaDdDem9VYzJGdGNHeHBibWRmWm1GamRHOXlTU0lLTkRveU9qQUdPZ1pGVkRvTWNYVmhiR2wwZVdsYU9ncHpkSEpwY0ZRNkRtbHVkR1Z5YkdGalpVa2lDVXBRUlVjR093WlVPZzlqYjJ4dmNuTndZV05sU1NJSmMxSkhRZ1k3QmxRNkRHTnZiblpsY25RdyIsImV4cCI6bnVsbCwicHVyIjoidmFyaWF0aW9uIn19--025048454440a4ffbe1bfbd2ffec4bffda87ad8b/6d7981_d6b05926537f45999346158bf8c1f665~mv2.jpg)
Guðríður Baldvinsdóttir
Guðríður Baldvinsdóttir fæddist þann 14. ágúst 1971 á Akureyri en ólst upp í Engihlíð í Kinn. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1991, Cand.agric prófi í skógfræði frá Norska landbúnaðarháskólanum í Ås 1999 og MSc prófi í beitarskógrækt frá Landbúnaðarháskóla Íslands 2018. Hún hefur starfað hjá Landgræðslunni, Skógrækt ríkisins og Norðurlandsskógum en hefur jafnframt verið sauðfjárbóndi í Lóni í Kelduhverfi frá 2000 sjálfstæður atvinnurekandi í frumkvöðlarekstri samhliða því.
Fyrsta barnabók Guðríðar kom út 2019 hjá Bókaútgáfunni Sæmundi og er önnur barnabók væntanlega haustið 2021. Hún býr í Kelduhverfi með manni og þremur börnum.
Ritaskrá
- 2021 Drengurinn sem dó úr leiðindum
- 2019 Sólskin með vanillubragði