SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðrún Inga Ragnarsdóttir

Guðrún Inga er fædd 6. febrúar árið 1983. Hún er stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík og hefur lokið BA-prófi í íslensku og meistaragráðu í ritlist. Fyrsta skáldsaga Guðrúnar, Plan B, kom út hjá Forlaginu árið 2020 en þar leikur hún sér meðal annars með væntingar lesandans um framvindu sögunnar. Guðrún er jafnframt ein af sjö skáldkonum sem mynda „skáldasamsteypuna“ Skóginn en hópurinn sendi frá sér ljóðverkið Ég erfði dimman skóg árið 2015. Ljóð og smásögur eftir Guðrúnu hafa auk þess birst tímaritum og þýðingu eftir hana er að finna í Smásögum heimsins: Norður Ameríku.


Ritaskrá

2020: Plan B

2015: Ég erfði dimman skóg (ásamt fleirum)