SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Hulda Sigrún Bjarnadóttir

Hulda Sigrún Bjarnadóttir er fædd 2. febrúar 1971. Hún lærði sálfræði og bókasafnsfræði og er búsett í Reykjavík.

Hulda byrjaði að skrifa skáldskap á ensku og sendi frá sér fjórar unglingabækur undir höfundarnafninu Rune Michaels. Bækurnar heita Genesis Alpha, The Reminder, Nobel Genes og Fix me. Þær hafa einnig komið út á þýsku, frönsku, portúgölsku, kóresku og mandarin. Árið 2010 hlaut bókin Genesis Alpha bæði belgísku verðlaunin Priz Farniente og frönsku lesendaverðlaunin Gayant Lecture. Þá var sú bók einnig valin á lista borgarbókasafn New York bókar yfir bestu unglingabækurnar árið 2008.  

Í samvinnu við Arndísi Þórarinsdóttur skrifaði Hulda Sigrún bókina Blokkin á heimsenda sem kom út árið 2020. Sagan gerist á óræðum stað en í verkinu er tekist á við ýmis mikilvæg málefni eins og einmanaleika og einangrun, mikilvægi þess að vera í samskiptum við aðrar manneskjur. Loftslagsváin er einnig til umfjöllunar en lögð er áhersla á að mannskepnan komi vel fram við náttúruna og vinni saman að því að vernda hana. Bókinni var afar vel tekið en hún hlaut bæði Íslensku bókmenntaverðlaunin og Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.


Ritaskrá

2023 Mömmuskipti - ásamt Arndísi Þórarinsdóttur

2020 Blokkin á heimsenda – ásamt Arndísi Þórarinsdóttur

2011 Fix me 

2010 Nobel Genes

2008 The Reminder

2007 Genesis Alpha

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2023 - Verðlaun bóksala (ásamt Arndísi Þórarinsdóttur) fyrir Mömmuskipti
  • 2020 -  Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020: Blokkin á heimsenda
  • 2012 - Tilnefning (short list) til Green Earth Book Award: Fix Me.
  • 2010 - Belgísku verðlaunin Prix Farniente: Genesis Alph
  • 2010 - Frönsku lesendaverðlaunin Gayant Lecture: Genesis Alpha
  • 2008 - Genesis Alpha var valin á lista borgarbókasafns New York borgar yfir bestu unglingabækurnar 

Tilnefningar

  • 2024 Til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar (ásamt Arndísi Þórarinsdóttur) fyrir Mömmuskipti
  • 2023 Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna (ásamt Arndísi Þórarinsdóttur) fyrir Mömmuskipti