SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ingibjörg Reynisdóttir

Ingibjörg er fædd 4. desember 1970. Hún er leikkona og rithöfundur. Hún skrifaði ásamt Baldvini Z handritið að kvikmyndinni Óróa (2010) og lék í myndinni sem var sýnd um víða veröld og fékk góða dóma og viðurkenningar.  Leikrit eftir hana sem heitir Móðir mín dóttir mín var opnunarverk lista- og menningarhátíðarinnar Bjartir dagar í Hafnarfirði 2005. Í leikritinu er skyggnst inn í líf mæðgna þar sem alkóhólismi móðurinnar hefur heltekið líf þeirra.

Ingibjörg ólst upp í Laugarneshverfinu og býr í Reykjavík en hefur líka búið í Kaupmannahöfn þar sem hún lagði stund á leiklist (1995-1999), við Ny Dramaskole, Center of Performing Arts. Hún hefur skrifað tvær unglingabækur  (aðra þeirra með dóttur sinni Lovísu Rós) og árið 2012 sendi hún frá sér bók um einsetumanninn Gísla á Uppsölum sem varð feykivinsæl og var í efsta sæti á metsölulista.

Ljósmynd af Ingibjörgu: wift.is


Ritaskrá

  • 2014  Rogastanz
  • 2009 Gísli á Uppsölum
  • 2008  Rótleysi, rokk og rómantík
  • 2007  Strákarnir með strípurnar (með Lovísu Rós Þórðardóttur)