Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir
Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir er fædd í Reykjavík þann 17. júní 2000. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands vorið 2018, BA gráðu í íslensku með ritlist sem aukagrein jólin 2020 og MA gráðu í hagnýtri ritstjórn og útgáfu jólin 2021.
Karitas hefur birt ljóð í Tímariti Máls og menningar, menningartímaritinu Skandala og vefútgáfunni Víu, svo eitthvað sé nefnt. Haustið 2018 samdi hún þrjú ljóð í tilefni af Kvennaverkfallinu sem hún flutti á kröfufundinum 24. október. Hún ritstýrði Framahaldsskólablaðinu veturinn 2018-2019 og Stúdentablaðinu 2021-2022, ásamt því að sitja í ritstjórn bókarinnar Þægindarammagerðin sem kom út sumarið 2021. Auk þess hefur hún verið áberandi í grasrótarljóðakreðsu Reykjavíkur frá átján ára aldri, lesið upp og stýrt ljóðakvöldum, haldið ljóðasmiðjur og setið í ritstjórn Skandala.
Út hafa komið fjórar ljóðabækur eftir Karitas í sjálfsútgáfu, en þrjár þeirra voru gefnar út í samstarfi við útgáfukollektífuna Post-dreifingu.
Ritaskrá
2019 - o.s.frv. (og þar fram eftir götunum)
2018 - a.m.k. (ég hata þetta orðasamband)
2018 - m.b.kv. (og fyrirfram þökk)
2018 - ABBA hækur