SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ásdís Thoroddsen

Ásdís Thoroddsen fæddist árið 1959 í Reykjavík.

Ásdís lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð um jól 1978, var eitt ár í leikhúsfræðum við Háskólann í Gautaborg og eitt ár í heimspeki við Die Freie Universität Berlin (West) áður en hún hóf nám við við þýsku kvikmynda- og sjónvarpsakademíuna (dffb) árið 1984. Hún hefur starfað sem framleiðandi hjá eigin fyrirtæki, Gjólu ehf, og er höfundur og leikstjóri eigin kvikmynda. Þá hefur hún skrifað leikrit fyrir svið og útvarp og leikstýrt þeim einnig.

Árið 2016 kom út fyrsta skáldsaga Ásdísar; Utan þjónustusvæðis, krónika. Á saurblaði skáldsögunnar er sú nýlunda að geta yfirlesara sem vinnur oftast að tjaldabaki. 

Ásdís hefur einnig skrifað og flutt fyrirlestra, erindi og pistla fyrir Ríkisútvarpið.

Ásdís á tvö uppkomin börn og býr í Reykjavík.


Ritaskrá

 • 2016    Utan þjónustusvæðis - krónika (skáldsaga)
 • 2013    Á eintali við Jón lærða, kafli í bók um Jón lærða Guðmundsson

 

Kvikmyndahandrit                   

 • 2022    Tímar tröllanna
 • 2018    Gósenlandið - íslensk matarhefð og matarsaga (heimildamynd, í vinnslu)
 • 2017    Skjól og skart - handverk og saga íslensku búninganna (heimildamynd)
 • 2015    Veðrabrigði (heimildamynd)
 • 2010    Súðbyrðingur - saga báts (heimildamynd)                               
 • 2010    Far Away War. Meðhöfundur Fahad F. Jabali (stuttmynd)
 • 2010    Ástandið (ekki framleidd)
 • 2006    Á þjóðvegi 48 (örmynd)          
 • 2003    Jón lærði Guðmundsson. Meðhöfundur Ingibjörg Þórisdóttir (ekki framleidd)
 • 2002    Heimsljós (stuttmynd)
 • 1995    Draumadísir  (kvikmynd í fullri lengd)
 • 1993    Óskir Skara (stuttmynd)                                   
 • 1992    Ingaló (kvikmynd í fullri lengd

 

Leikrit

 • 2012    Reykur
 • 2009    Ódó í gjaldbuxum (einleikur)
 • 2006    Amma djöfull

 

Útvarpsleikrit

 • 2011    Ástand
 • 2006    Kvöldstund með Ódó (einleikur)
 • 2003    Sönn frásaga

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2012  Ingaló, sýnd í Lincoln Center, New York 1993    TROIA – OCIC-verðlaunin - Besta myndin (Ingaló)
 • 1993  TROIA – Besta handrit  (Ingaló)
 • 1993  Ingaló sýnd í MOMA, í New York
 • 1993  Ingaló sýnd í Rúðuborg: GRAND PRIX (Besta myndin)                     
 • 1992  Ingaló sýnd á kvikmyndhátíðinni í Cannes: Semaine de la critique.

 

Tilnefningar

 • 2012  Tilnefnd til EDDU-verðlauna í flokki útvarpsleikrita fyrir leikritið Ástand
 • 2012  Tilnefnd til PRIX EUROPA, ljósvakaverðlauna Evrópu, fyrir leikritið Ástand