SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Nína Hjördís Þorkelsdóttir

Nína Þorkelsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1989. Hún hefur lokið grunnnámi í tónlist, mannfræði og lögfræði. Hún er með meistaragráðu í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands og lauk meistaranámi í félagsfræði laga (socio-legal studies) frá Oxford-háskóla árið 2021. Samhliða námi hefur hún starfað við tónlistarkennslu, ritstjórn og blaðamennsku.

Vorið 2021 hlaut Nína Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir fyrstu ljóðabók sína, Lofttæmi. Hún kom út hjá Benedikt sama haust.


Ritaskrá

2021 Lofttæmi