SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ólöf Vala Ingvarsdóttir

Ólöf Vala Ingvarsdóttir, fædd 20. febrúar 1971, er sex barna móðir búsett í Reykjavík sem hefur gefið út fjórar bækur síðan árið 2013 en það árið hóf hún störf við leikskólann Skerjagarð og hefur starfað þar farsællega síðan.

Ólöf Vala ólst upp í Birkilundi í Reykholti í Biskupstungum, yngst sjö systkina. Allt heimilishald í Birkilundi var í senn frjálslegt og óvenjulegt. Æskan mótaði Ólöfu mjög og hafa mörg atvik í uppvextinum veitt henni innblástur í samningu þeirra fjögurra barna- og unglingabóka sem hún hefur gefið út í samstarfi við bókaútgáfuna Sæmund.


Ritaskrá

  • 2023 Vatnið
  • 2020 Appelsínuguli drekinn
  • 2019 Róta rótlausa
  • 2014 Hatturinn Frá Katalóníu
  • 2013 Bleikir fiskar