Rannveig Borg Sigurðardóttir
Rannveig Borg Sigurðardóttir er fædd árið 1972 í Hafnarfirði.
Rannveig útskrifaðist frá Sorbonne í París sem lögfræðingur og hefur starfað sem lögfræðingur og lögmaður í Frakklandi, Lúxemborg, Bretlandi og Íslandi, auk Sviss þar sem hún er búsett.
Undanfarin misseri hefur hún meðfram vinnu lagt stund á meistaranám í alþjóðlegum fíknifræðum (IPAS) við King´s College í London.
Rannveig kvaddi sér hjóð með skáldsögunni Fíkn árið 2021.
Ritaskrá
- 2022 Tálsýn
- 2021 Fíkn