SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Tanja Rasmussen

Tanja Rasmussen er fædd í Reykjavík þann 17. janúar 1998. Hún lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og B.A. gráðu í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands.

Hún hefur birt ljóð í Tímariti Máls og menningar og menningartímaritinu Skandala en auk ritstarfa hefur hún fengist við ýmislegt bókmenntatengt; setið í ritstjórn Skandala, rekið eigið bókaforlag, tekið þátt í að stýra bókaklúbbi eldri borgara og verið þáttastjórnandi í bókmenntahlaðvarpinu Listin og lífið.

Fyrsta skáldverk Tönju er nóvellan Undir yfirborðinu sem kom út vorið 2018. Sagan bar sigur úr býtum í handritasamkeppninni Nýjar raddir sem er á vegum Forlagsins. 


Ritaskrá

  • 2018  Undir yfirborðinu

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2018  Ný rödd Forlagsins - Undir yfirborðinu