SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir

Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir er fædd árið 1956 og ólst upp í Vogunum.

Hún er menntuð sem sjúkraliði og starfaði sem slíkur í mörg ár. 

Aðalheiður gekk með skáldið í maganum frá barnsaldri en hún var komin vel yfir tvítugt þegar hún byrjaði að skrifa.

Fyrsta bók Aðalheiðar var ljóðabókin Silfurstrá sem Skákprent gat út árið 1990. Bókin geymir 35 ljóð og segir Silja Aðalsteinsdóttir á bókarkápu að þau geymi tíu ára hugsun, alúð og puð.

Fjórtán árum síðar sendi Aðalheiður frá sér aðra bók, smásagnasafnið Hugleika sem hún gaf út sjálf.  Sögurnar fjalla um reynsluheim kvenna, allt frá barnsaldri til fullorðinsára, og geyma bæði gleði og alvöru. Þá eru þær ekki síður siðferðilegs eðlis og fjallar til dæmis síðasta frásögnin um átök konu við félagslega- og geðheilbrigðiskerfið.

Aðalheiður býr í Reykjavík og á eina uppkomna dóttur.

 

Heimildir:

  • „Að elska er að gefa frelsi.“ (20. júní 1991). Pressan. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3534440
  • „Hugleikar er eftir Aðalheiði Sigurbjörnsdóttur.“ (23. desember 2004). Mbl.is. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/836243/

 


Ritaskrá

  • 2004  Hugleikar
  • 1990  Silfurstrá