Embla Rún Hakadóttir
Embla Rún Hakadóttir er fædd árið 1986 á Akureyri.
Embla Rún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2006 og hefur lokið B.A.prófum frá Háskóla Íslands í rússneskufræðum og þroskaþjálfafræðum.
Ljóð Emblu hafa birst í tímaritunum Stuðlabergi og Heimaslóð en einnig í dagblöðum.
Fyrsta ljóðabók Emblu, Ég er nú bara kona, kom út árið 2022 og var gefin út af Bókaútgáfunni Sæmundi.
Embla starfar sem þroskaþjálfi á Akureyri og á eina dóttur.
Ritaskrá
- 2022 Ég er nú bara kona