SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ingibjörg Sigurðar Soffíudóttir

Ingibjörg fæddist í Reykjavík, 13. janúar árið 1953.

Ingibjörg sótti barna- og unglingaskóla í Reykjavík og stundaði síðan nám í Myndlista- og handíðaskólann og útskrifaðist þaðan sem leirkerasmiður. Ingibjörg var fjölhæfur listamaður, vann úr steini, tré og ekki síst ull.

Ingibjörg og Brian Pilkington, myndlistarmaður, voru gift í 13 ár, og hann myndskreytti einu útgefnu bók Ingibjargar, Blómin á þakinu.

Ingibjörg skrifaði smásögur sem lesnar voru í útvarp, en þekktust er hún fyrir bókina Blómin á þakinu sem hefur verið endurprentuð ótal sinnum á íslensku, og er notuð sem kennslubók í grunnskólum. Ennfremur hefur bókin verið þýdd á nokkur önnur tungumál. 

Ingibjörg lést 1. september 2010.

 


Ritaskrá

  • 1985  Blómin á þakinu

 

Þýðingar

  • 2018  Zelená starká (Mária Holišová þýddi á slóvakísku)
  • 2016  Sath mfrush bial'azhar (Mazen Maaruf þýddi á arabísku)
  • 2006  Yane no ue ni saita hana (Saera Shobo þýddi á japönsku)
  • 1996  Die grüne Großmutter (Renate Einarsson þýddi á þýsku)
  • 1996  Les Fleurs sur le toit (Catherine Eyjólfsson þýddi á frönsku)
  • 1993  Flowers on the roof (Julian Meldon D'Arcy þýddi á ensku)