SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Unnur Sveinsdóttir

Unnur Sveinsdóttir er fædd 24. nóvember 1967. 

Unnur er Austfirðingur og alin upp í náttúrufegurðinni á Stöðvarfirði.

Ung sjálfstæð móðir fór Unnur til Reykjavíkur, nam við Myndlista-og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist úr skúlptúrdeild 1995.

Árið 2010 bætti hún við sig kennsluréttindum frá Háskólanum á Akureyri og kenndi myndlist og leiklist við grunnskóla í tíu ár.

Leikhúsið í sinni fjölbreyttustu mynd hefur heillað Unni frá fyrstu tíð og hefur hún verið meðlimur í fjölmörgum áhugaleikhópum. Má þar nefna Hugleik í Reykjavík og Leikfélag Fljótsdalshéraðs. Þar hefur hún hannað, smíðað og málað leikmyndir, gert leikmuni, séð um förðun, skrifað leikrit, leikið og leikstýrt.

Ferðalög og framandi slóðir er annað áhugamál. Fimm mánaða mótorhjólaferðalag Unnar og Högna Páls Harðarsonar eiginmanns hennar til Mið-Asíu varð kveikjan að ferðabókinni Vegabréf, vísakort og lyklar að hjólinu (2015).

Unnur myndskreytti bókina Músadaga eftir Írisi Randversdóttur (2016).

Árið 2022 kom svo Skotti og sáttmálinn út. Bókin er fantasía fyrir börn og unglinga og er sögusviðið heimurinn Útoría. Hér vinnur Unnur einnig með framandi slóðir, sérkennilegt dýralíf og litríkt mannlíf. Þar ofaná liggur svo sprúðlandi ævintýrið.

Unnur býr á Fáskrúðsfirði með eiginmanni og fullu húsi af dýrum og blómum.

 


Ritaskrá

  • 2022  Skotti og sáttmálinn
  • 2015  Vegabréf, vísakort og lyklar að hjólinu (Meðhöfundur Högni Páll Harðarson)