SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Eva Rún Þorgeirsdóttir

Eva Rún Þorgeirsdóttir er fædd árið 1978 í Reykjavík.

Eva Rún lærði verkefnastjórnun og leiðtogafræði í háskólanum Kaospilot í Árósum í Danmörku og markaðsfræði í London City College í Bretlandi. Auk þessa er Eva Rún með réttindi sem jógakennari.

Eva Rún hefur fjölbreyttan bakgrunn í fjölmiðlum, bæði sem blaðamaður á tímaritum og hefur einnig unnið við sjónvarpsframleiðslu í mörg ár. Hún starfaði til dæmis sem framleiðandi, leikstjóri og handritshöfundur á KrakkaRÚV í nokkur ár og er enn að skrifa handrit fyrir sjónvarpsframleiðslu. Eva Rún hefur einnig starfað sem verkefnastjóri fjölbreyttra menningartengdra verkefna sem flest tengjast barnamenningu.

Fyrsta bók hennar, Auður og gamla tréð, kom út árið 2011, saga með jógaæfingum, og fljótlega á eftir fylgdi spennusagnaserían um Lukku og hugmyndavélina. Eva Rún gaf út hugleiðslubókina , ásamt Bergrúnu Írisi og árið 2019 kom út fyrsta gamansagan um jólasveininn Stúf, sem er nú orðin þriggja bóka sería. Skrímslin vakna, nýjasta skáldsaga Evu Rúnar, er spennusaga framtíðarinnar þar sem íslensk þjóðsagnaskrímsli koma við sögu. Bókabeitan gefur út bækur Evu Rúnar.

Eva Rún skrifar einnig hugljúfar og róandi hljóðbækur fyrir Storytel, Sögur fyrir svefninn og jóladagatalið Sögur fyrir jólin.  

Eva Rún stofnaði Svakalegu sögusmiðjuna, ásamt Blævi Guðmundsdóttur teiknara og höfundi, en smiðjurnar eru skapandi vettvangur fyrir krakka sem vilja skrifa og/eða teikna sögur. Smiðjurnar hafa fast aðsetur í Borgarbókasafni Reykjavíkur og heimsækja bókasöfn um land allt.

Upplýsingar um Svakalegu sögusmiðjuna er að finna hér


Ritaskrá

  • 2023  Heimur framtíðar - Hættuför í huldubyggð
  • 2023  Sögur fyrir svefninn 3
  • 2022  Sögur fyrir jólin (hljóðbók á Storytel)
  • 2022  Skrímslin vakna
  • 2022  Stúfur fer í sumarfrí
  • 2022  Sumarþrautabók Stúfs
  • 2021  Þrautabók Stúfs
  • 2020  Sögur fyrir svefninn (hljóðbók Storytel)
  • 2020  Stúfur leysir ráðgátu
  • 2019  Stúfur hættir að vera jólasveinn
  • 2019  Ró - fjölskyldubók um frið og ró
  • 2018  Lukka og hugmyndavélin, Hætta í háloftunum
  • 2017  Lukka og hugmyndavélin, í svakalegum sjávarháska
  • 2016  Lukka og hugmyndavélin
  • 2011  Auður og gamla tréð

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2022  Íslensku hljóðbókaverðlaunin: Barna- og unglingaefni ársins fyrir Sögur fyrir svefninn
  • 2021  Eddan: Barna- og unglingaefni ársins fyrir Stundina okkar
  • 2005  Dansleikhúskeppni Borgarleikhússins: Fyrstu verðlaun fyrir verkið Beðið eftir hverju? 

 

Tilnefningar

  • 2020  Til Sagna, verðlaunahátíðar barnanna fyrir besta sjónvarpsefni fyrir börn og unglinga fyrir Stundina okkar
  • 2011  Til Eddunnar fyrir heimildamynd ársins fyrir Með hangandi hendi um söngvarann Ragnar Bjarnason