SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir (f. 1952) er brautryðjandi í námsráðgjöf á Íslandi og starfaði í tæp tuttugu ár við uppbyggingu fagsins og þjónustunnar við Háskóla Íslands. Allt frá bernsku hafa hinar stóru listir verið henni hjartfólgnar; bækur, myndlist og svo tónlist. Ásta er gift Valgeiri Guðjónssyni, Stuðmanni. Þau búa á Eyrarbakka og eiga  tvo syni og eina dóttur. 

Ásta Kristrún sendi frá sér ættarskáldsögu 2017, „Það sem dvelur í þögninni“ þar sem hún varpar ljósi á dramatískt lífshlaup formæðra sinna. Ein þeirra var Kristrún Jónsdóttir, sem trúlofuð var hinum framfarasinnaða og upplýsta Baldvini Einarssyni. Systir Kristrúnar var skáldkonan Guðný á Klömbrum sem lést kornung.

Mynd af Ástu Kristrúnu: https://www.bokabeitan.is/asta-kristrun-ragnarsdottir/


Ritaskrá

  • 2017 Það sem dvelur í þögninni
  • 2004 Lærum að nema. Árangursríkar námsaðferðir