SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Sólveig Pálsdóttir frá Niku

Sólveig Pálsdóttir fæddist í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 9. apríl 1911 og kenndi sig æ síðan við bæinn: Sólveig Pálsdóttir frá Niku. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Auðunsson frá Eyvindarmúla og Sigríður Guðmundsdóttir sem fædd var á Gafli í Flóa en ólst upp í Fljótshlíðinni. 

Sólveig fór ung að heiman og stundaði ýmsa vinnu þar til hún réðst árið 1944 sem bústýra hjá útgerðarmanninum Guðlaugi Oddsyni að Efra-Hofi í Garði þar sem hún var í þrjá áratugi. Síðustu árin bjó hún í Hveragerði og á Selfossi en dvaldi einnig á Vífilstöðum vegna veikinda.

Sólveig var bókhneigð og skáldmælt og hafði sérstakt yndi af ljóðum, sem sem las allt frá barnæsku. Hún fór snemma að yrkja kvæði sem birtust í bókum og tímaritum. Eina ljóðabók hennar, Hvundagsljóð, kom út 1984, ári áður en hún lést.

Sólveig var ógift en átti eina dóttur, Sigríði (f. 1943) og ól einnig upp Ingunni systurdóttur sína (f. 1947).

Sólveig lést 26. maí 1985.


Ritaskrá

  • 1984  Hvundagsljóð

 

Tengt efni