SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Valgerður Ólafsdóttir

Valgerður Ólafsdóttir fæddist árið 1977 í Reykjavík. 

Valgerður er sálfræðingur og kennari að mennt og starfar sem skólasálfræðingur. Hún lauk BA og Cand.Psych. gráðum í sálfræði frá Háskóla Íslands og kennsluréttindanámi úr sama skóla.

Valgerður hefur einnig kennt við Kvennaskólann í Reykjavík og við Menntaskóla í tónlist, sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands og gefið út kennsluefni í sálfræði. Hún var virk í tónlistarlífi um skeið, stundaði nám í víóluleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Det Jyske Musikkonveratorium í Árósum og lék með ýmsum hljómsveitum og tónlistarhópum.

Valgerður býr í Reykjavík og á þrjú börn.

Fyrsta bók hennar ber titilinn Konan hans Sverris (2021).


Ritaskrá

  • 2021  Konan hans Sverris