SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Helga M. Novak

Helga Novak (Helga María Karlsdóttir) var fædd 8. september 1935 í Berlín. Hún ólst upp hjá flokkstryggum fósturforeldrum í Austur-Berlín við ástleysi og fór að heiman sextán ára gömul og bjó eftir það á heimavist.

Helga er skilgreind sem þýsk-íslenskur höfundur víða á erlendum bókmenntasíðum. Hún skrifaði þó eingöngu á móðurmáli sínu, þýsku, en hún bjó í mörg ár á Íslandi og hafði íslenskan ríkisborgararétt.

Helga lagði stund á blaðamennsku og heimspeki í Háskólanum í Leipzig.

Í grein um Helgu skrifar Soffía Gunnarsdóttir:

„Það má segja að hún hafi verið alin upp af flokknum og að það stjórnarfar og umhverfi sem fóstraði hana hafi alla tíð verið henni bakhjarl og hluti af sjálfsmynd. Hún hefði helst kosið að lifa og starfa í sínu landi, en var gædd skarpskyggni til að sjá í gegnum þann áróður sem daglega var fram borinn og sjálfstæðri hugsun til að velta fyrir sér atriðum sem fram komu í umræðum og áttu ekki upp á pallborðið hjá yfirvöldum.“

Fyrsta bók Helgu kom út í Reykjavík 1963, ljóðasafnið Ostdeutsch — Gedichte von 1956-1962. Bókin var seinna gefin út í Vestur-Þýskalandi með titlinum Ballade von der reisenden Anna (1965).

Helga Novak skrifaði sjálfsævisögulegan þríleik og í síðasta bindinu, Im Schwanenhals sem út kom 2013, sama ár og hún
lést fjallar hún um Íslandsár sín 1957–1967. Bókin sem er byggð á bréfum og dagbókarfærslum gefur góða mynd af þessu tímabili. Fyrsta bindi sjálfsævisögunnar nefnist Die Eisheiligen (Ísdýrlingarnir, 1979) og miðbindið Vogel federlos (Fjaðralaus fugl, 1982).

Í Þýskalandi telst Helga Novak meðal mikivægustu höfunda sem fram komu eftir síðari heimsstyrjöld og Gunter Grass gekk svo langt að kalla hana merkasta kvenrithöfundinn á sinni tíð.

Helga Novak lést 24. desember 2013 í Berlín.

 

Heimildir:
Soffía Gunnarsdóttir. „Meðan þið í huganum spyrjið um afdrif mín.“ Skáldkonan Helga Novak. Tímarit Máls og menningar, 3. hefti 2016, bls. 54-59.
„Íslenskir námsmenn undir eftirliti Stasi í Leipzig.“ Tíminn, 9. nóvember 1991, bls. 26.

Ritaskrá

 • 2013  Im Schwanenhals
 • 2010  Liebesgedichte
 • 2005  wo ich jetzt bin, ljóðaúrval
 • 1999  Solange noch Liebesbriefe eintreffen
 • 1997  Silvatica
 • 1995  Aufenthalt in einem irren Haus. Gesammelte Prosa
 • 1989  Märkische Feemorgana
 • 1985  Legende Transsib
 • 1983  Grünheide Grünheide
 • 1982  Vogel federlos
 • 1980  Palisaden
 • 1879  Die Eisheiligen
 • 1978  Margarete mit dem Schrank
 • 1976  Die Landnahme von Torre Bela
 • 1975  Balladen vom kurzen Prozess (meðhöf. Peter Kaczmarek)
 • 1973  Seltsamer Bericht aus einer alten Stadt (meðhöf. Dorothea Nosbisch)
 • 1971  Aufenthalt in einem irren Haus
 • 1970  Wohnhaft im Westend (meðhöf. Horst Karasek)
 • 1968  Geselliges Beisammensein
 • 1968  Das Gefrierhaus. Die Umgebung (meðhöf. Timm Bartholl)
 • 1967  Colloquium mit vier Häuten
 • 1965  Ballade von der reisenden Anna
 • 1963  Ostdeutsch — Gedichte von 1956-1962

 

Verðlaun og viðurkenningar