Ólöf J. Jakobsson
Ólöf Jónsdóttir Jakobsson fæddist 7. júní 1895 á Smiðjuhóli í Mýrasýslu.
Ólöf giftist Vilhelm Jakobsson árið ? Hann var þekktur undir viðurnefnunum Villi kennari eða Villi boxari en hann var fyrsti Íslendingurinn sem lagði stund á box og bæði kenndi og keppti í þeirri grein.
Einkadóttir Ólafar og Vilhelms var Denna Steingerður Ellingston (1928-1979) en hún fór ung til náms til Bandaríkjanna og settist þar að. Denna Steingerður var ein af fyrstu íslensku konunum til að ljúka doktorsprófi en doktorsritgerð hennar var á sviði bókmenntafræða og varði hún hana við Háskólann í Minnesota árið 1964.
Ólöf gaf út tvær ljóðabækur og um þá fyrri, Hlé, birtist stutt frétt í Vísi 21. desember 1938 þar sem skrifað var: "Ef að líkum lætur og þessi höfundur leggur ekki kveðskapinn á hylluna, má vænta þess að hún verði framarlega í flokki þeirra kvenna, sem gefið hafa út ljóð sín."
Ólöf vann lengi sem safnvörður á Þjóðminjasafni Íslands.
Ólöf lést 1970.
Ritaskrá
1946 Engill minn
1937 Hlé