SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Bergrún Anna Hallsteinsdóttir

Bergrún Anna Hallsteinsdóttir er fædd 1986. Hún lauk stúdentsprófi frá Hagley College í Christchurch á Nýja Sjálandi og námi í myndlist við Listaháskóla Íslands. Bergrún hefur birt ljóð í árlegu safnriti The New Zealand Poetry Society og í safnritunum Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík og Konur á ystu nöf. Fyrsta ljóðabók Bergrúnar, Stofumyrkur, kom út í seríu Meðgönguljóða árið 2013. Henni var ritstýrt af Valgerði Þóroddsdóttur.

Heimild: Vefsíða Partusar


Ritaskrá

  • 2013  Stofumyrkur