Sigríður Dúa Goldsworthy
Sigríður Dúa Goldsworthy er fædd í Njarðvík 20. október 1963.
Sigríður Dúa lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, BA prófi frá Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræði sem og félagsráðgjöf. Þá hefur hún einnig lokið kennslufræði til kennsluréttinda og diplómagráðu frá HÍ í skólastjórnun.
Sigríður Dúa er með starfsréttindi sem félagsráðgjafi og framhaldsskólakennari. Hún á tvö uppkomin börn.
Sigríður Dúa hefur skrifað ljóð og sögur um árabil, og einnig fengist við vatnslitamálun. Ljóð eftir Sigríði hafa birst í blöðum, tímaritum og á vefnum. Hún hefur gefið út fjórar bækur: tvær barnabækur, ættartal og ævisögu.
Ritaskrá
- 2023 Morðin í Dillonshúsi
- 2019 Ættartal niðja Sólveigar Guðmundsdóttur og Ögmundar Andréssonar
-
2014 Svangi á fjöllunum
- 2013 Flöskuskeytið
Verðlaun og viðurkenningar
- 2023 Verðlaun bóksala fyrir Morðin í Dillonshúsi