SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir

Ólöf Dóra fæddist þann 1. júlí 1966 í Reykjavík, þar sem hún ólst upp. Hún er dóttir hjónanna Hennýjar Bartels og Jóns Erlings Jónssonar.

Ólöf Dóra lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1990 og hélt þá til Noregs til frekara náms. Frá Háskólanum í Bergen lauk hún BS gráðu í líffræði árið 1994, meistaragráðu innan sama fags árið 1996 og loks doktorsgráðu í stofnerfðafræði árið 2001. Auk þess lauk hún kennsluréttindanámi frá HÍ árið 2003.

Ólöf Dóra hóf starfsferil sinn eftir nám sem sérfræðingur hjá líftæknifyrirtækinu Urður, Verðandi, Skuld en vatt sínu kvæði í kross og kenndi í áratug bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi, auk stöku námskeiða við Endurmenntun HÍ. Frá árinu 2012 hefur hún unnið sem sérfræðingur í erfðavísindum hjá norska fyrirtækinu Akvaplan Niva.

 

Eftir Ólöfu Dóru liggja ýmsar greinar í vísindaritum og kennslubókum, en fyrsta útgefna skáldsaga hennar er bókin Litir í myrkrinu sem er söguleg skáldsaga.

Ólöf Dóra er gift Alberti K.D. Imsland og eiga þau tvö börn.


Ritaskrá

  • 2023  Litir í myrkrinu (skáldsaga)
  • 2001  Atlantic cod (Gadus morhua L.) in the North Atlantic with emphasis on Icelandic waters; population genetic structure, temporal stability and genotypic dependent growth properties (doktorsritgerð)