SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jónína Óskarsdóttir

Jónína Óskarsdóttir fæddist 22. febrúar 1955

Hún býr í Reykjavík og vinnur hjá Borgarbókasafninu Árbæ þar sem hún hefur verið með leshring í rúmlega áratug auk ritlistarnámskeiða og ritsmiðju. Hún er útskrifuð með MA í hagnýtri menningarmiðlun árið 2011 og stundar nú nám í ritlist við Háskóla Íslands.

Konurnar á Eyrabakka, sitthvað af konu minni hverri - er hennar fyrsta bók en hún hefur áður fengið birt eftir sig bæði ljóð og smásögur m.a í Tímariti Máls og Menningar og í bókinni Vængjatök hugverk sunnlenskra kvenna. Hún á sögur í Þægindarammagerðinni, bók sem er afrakstur námskeiðs í ritlistinni en í henni eru sögur eftir sextán ritlistarnema.

Nú fyrir jólin kemur út bók frá nýstofnuðu Ástarsögufélagi þar sem Jónína er félagi og verður með sitt innlegg.

Þá hefur hún fengið viðurkenningar fyrir ljóð og nettlur m.a. 2. verðlaun fyrir ljóðið sitt ,,Fínar konur” í ljóðasamkeppni Júlíönu hátíð sem haldin er árlega í Stykkishólmi.


Ritaskrá

  • 2023  Konurnar á Eyrarbakka, sitthvað af konu minni hverri
  • 2023  Bók Ástarsögufélgsins
  • 2022  Þægindarrammagerðin
  • Án árs  Ljóð og smásögur

 

Verðlaun og viðurkenningar

2. verðlaun fyrir ljóðið sitt ,,Fínar konur" í Júlíönu. Hátíð sögu og bóka