Gyða Thorlacius
Gyða Thorlacius fæddist þann 20. maí árið 1782 í þorpinu Sundbyvester á Amager í Danmörku. Faðir hennar var Matthias Steffensen Howitz og móðir hennar var Berta Andrésdóttir. Gyða var því hálf-íslensk.
Árið 1801 giftist Gyða, Þórði Thorlacius, ungum lögfræðing, íslenskum í föðurætt. Þórður hafði verið skipaður sýslumaður í Suður-Múlasýslu skömmu áður. Faðir hans var Skúli Þórðarsons Thorlaius, jústisráð og rektor við latínuskólann í Kolding og síðar við Frúarskóla í Kaupmannahöfn. Faðir Skúla, afi Þórðar var Brynjólfssonur, umboðsmaður – eða klausturhaldari í Þykkvabæjarklausturjarða. Brynjólfur var sýslumaður í Árnessýslu, Þóraðrsonar, biskups í Skálholti Þorlákssonar biskups á Hólum, Skúlasonar og Steinunnar, dóttur Guðbrands biskups. Kona Skúla rektors, móðir Þórðar var dönsk.
Ungu hjónin sigldu til Íslands árið 1801 og svo aftur árið 1804. Keypt hafði verið handa þeim jörðin Helgustaðir í Reyðarfirði. Byggt var handa þeim fallegt norskt hús sem faðir Gyðu hafði látið flytja þangað og gefið var nafnið Gyðuborg. Strax og þau voru búin að koma sér fyrir hófst Gyða við að koma sér upp matjurtargarði við húsið. Hún lét stinga upp stóran skika í frjósömum jarðvegi og hugði að þar myndi grænmetið vaxa vel, en þá fannst sumum hún vera að gera frekar spjöll en gagn.
Gyða vonaði að hún gæti vakið áhuga meðal Íslendinga á garðrækt og þess vegna þótti henni einkanlega vænt um að fá verðlaunapening frá Landbúnaðarfélaginu fyrir þetta frumherjastarf sitt.
Gyðu var ljóst hve garðræktin var mikils varðandi í landi sem náttúran hefur úthlutað matvælum af svo skornum skammti. Ef stundun matjurtarræktar gæti átt þátt í að auka matvælaforðann, þá mætti ,,hafa fleira vinnufólk, sem alltaf gæti haft nóg að gera við að afla heyja, fiskjar, fjallagrasa o.s.fr. Sýslumannshjónin lögðu því mikla stund á að hvetja Íslendinga til garðyrkju.
Endurminningar Gyðu Thorlacius komu út árið 1947 en þær segja frá dvöl hennar á Íslandi á árunum 1801-1815.
Ritaskrá
- 1947 Endurminningar Gyðu Thorlacius