
Rósa Grímsdóttir
Rósa Grímsdóttir er fædd í Reykjavík 1987.
Rósa er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hún hefur sótt námskeið í sagnfræði, heimspeki og bókmenntum í Háskóla Íslands.
Ritlist og myndlist eru stærstu árstríður Rósu. Sumarið 2012 útskrifaðist hún af myndlistar- og hönnunarsviði (fornáminu) í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Þá hefur hún sótt ýmis námskeið, eins og myndlýsinga- og bókagerðar, ritsmiðju Kópavogs, kvikmyndahandritagerð hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, teikni-, málun og svo mætti lengi telja.
Rósa hefur unnið marvísileg störf og komið víða við á skapandi vinnumarkaðnum, meðal annars verið ritstjóri bókarinnar Gráfeldur- æviár guðslegs gneista (2006), hugmyndasmiður og aðstoðarmaður leikstjóra (Fjölskyldusirkusinn, vorið 2006) og unnið við hlið arkitekta í Skyggni Frábært við að hanna innsetningar fyrir borgarrými.
Rósu hafði dreymt um að vera rithöfundur frá því hún var sex ára og rættist sá draumur 2011, þegar hún gaf sína fyrstu bók í myndskreytta ,,young adult“ furðusagna bókaflokknum um skaparatortímandann Línu Descret.
Ritaskrá
- 2013 Smásögur (Rithringur.is, ásamt fleiri höfundum)
- 2012 Smásögur (Rithringur.is, ásamt fleiri höfundum)
- 2011 Lína Descret. Saga af skapara og tortímanda