SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Bergþóra Einarsdóttir

Bergþóra Einarsdóttir er fædd 1984. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og stundaði dansnám við Listaháskóla Íslands. Bergþóra hefur birt ljóðaþýðingar í tímaritinu Stínu og ljóð í kvæðasafninu Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík. Árið 2013 var hún tilnefnd til New Voices verðlaunanna á vegum PEN, alþjóðasamtaka rithöfunda.

Fyrsta ljóðabók Bergþóru, Sjósuða, kom út í seríu Meðgönguljóða árið 2014. Henni var ritstýrt af Arngunni Árnadóttur.

Heimild: Vefsíða Partusar


Ritaskrá

  • 2014  Sjósuða

Verðlaun og viðurkenningar

Tilnefningar

  • New Voices verðlaunin á vegum PEN, alþjóðasamtaka rithöfunda.