SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðný Anna Annasdóttir

Guðný Anna Annasdóttir er fædd á Ísafirði 30. maí 1958 og ólst upp þar í faðmi fjalla blárra. Foreldrar hennar eru Annas J. Kristmundsson og Friðgerður Guðný Guðmundsdóttir. Guðný Anna hefur lokið stúdentsprófi, leikskólakennaraprófi, framhaldsnámi í skapandi starfi og BSc í hjúkrunarfræði.

Ung að árum fór Guðný Anna að sýna listræna hæfileika. Þeir voru á sviði myndlistar, textílhönnunar, hannyrða og skapandi hugsunar. Hún hefur haldið sjö myndlistasýningar á Íslandi og í Danmörku. Árið 2018 stofnaði Guðný Anna fyrirtækið Gudda Creative. Markmið fyrirtækisins er meðal annars hönnun og framleiðsla á ullarvörum undir merkjum Guddawool.

Gudda Creative hóf útgáfu barnabóka árið 2020. Fyrsta barnabók Guðnýjar Önnu heitir „Lindís strýkur úr leikskólanum“ og kom hún út sama ár.


Guðný Anna er gift og á sjö uppkomin börn.


Ritaskrá

2023 Ljóni í Lególandi
2023 Lindís og hrafnadísirnar
2023 Ljóni og músakassinn
2023 Lindís og kafbátaferðin
2022 Steindís og furðusteinarnir
2022 Lindis getur flogið
2022 Lindís vitjar neta (kilja, breytt útgáfa)
2021 Ljóni og ævintýraklippingin
2021 Ljóni og fjölburarnir
2021 Ljóni og Lindís plokka
2020 Lindís vitjar neta
2020 Lindís og kúluhúsið
2020 Lindís strýkur úr leikskólanum


Þýðingar

  • 2022 Lindis stikker af fra børnehaven (Guðný Anna Annasdóttir þýddi á dönsku)
    2022 Lindis og boblehuset (Guðný Anna Annasdóttir þýddi á dönsku)
    2021 Lindis and the bubble house (John Tebbutt þýddi á ensku)