SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Marjatta Ísberg/María Rún Karlsdóttir

Marjatta Ísberg er fædd í Finnlandi 26. ágúst 1945 en hefur tekið sér íslenska nafnið María Rún Karlsdóttir.

Hún hefur gefið út bækur undir báðum nöfnum en, smásagnasafnið Ljóðelskur maður borinn til grafar, sem kom út árið 2002, var fyrsta bókin sem hún gaf út með íslenska nafninu.

Marjatta er með m.phil-gráðu í ensku og norrænum málvísindum frá Helsingfors Universitet og lauk meistaraprófi í miðaldafræði frá Háskóla Íslands 2020. Rannsóknir hennar hafa snúist um víkingaöldina og sögu textíls og vefnaðar. Hún hefur birt greinar í blöðum og tímaritum.


Ritaskrá

  • 2021  Víkingaaldarsverð, gerðir þeirra og smíði
  • 2009  Gests augað
  • 2003  Óræðir draumar
  • 2002  Ljóðelskur maður borinn til grafar. Sögur af lífi og dauða
  • 1995  Kveðjustundir

 

Þýðingar

Þýðingar eftir Marjatta Ísberg:

  • 1998  Islanti : lämmin maa pohjoisessa. Ljósmyndabók eftir Sigurgeir Sigurjónsson og Torfa Tulinius.
  • 1987  Thorgeirin härkä : islantilaisia kansankertomuksia. Íslenskar þjóðsögur (með Hallfreði Erni Eiríkssyni.)