SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Karólína Sigríður Einarsdóttir

Karólína Sigríður Einarsdóttir fæddist 25. maí árið 1912 í Miðdal í Mosfellssveit. Foreldrar hennar voru þau hjónin Einar Guðmundsson og Valgerður Jónsdóttir þau bjuggu í Miðdal í meira en fjóra áratugi. Einar faðir hennar í Miðdal var sérstakur karakter bæði mjög vel lesinn og fróður. Hann hafði numið í Flensborgarskóla á sínum yngri árum og sagt var að honum var það tíðari að grípa í bók en búskap.

Snemma bar á því Líba en svo var hún kölluð af heimafólki sínu færi að setja saman vísur. Henni gekk vel að leggja á minnið og var hún talin góður nemandi. Nokkur ár liðu þar til hún gat sinnt námi en haustið 1930 fór hún í héraðsskólann á Laugarvatni og stundaði þar nám í tvo vetur sem lauk með hárri og góðri einkunn. Hún hélt þó ekki áfram heldur vann hún fyrir sér með ýmsum störfum hér og þar m.a. var hún vökukona á Kleppsspítal árið 1933-1934 en greip þó öll tækifæri til að auka þekkingu sína á mörgum sviðum. Hún lagði þó land undir fót og sótti sér nám í Þýskalandi í verzlunar- og tungumálum.

Árið 1935 giftist hún Guðmundi Gíslasyni frá Eyrarbakka lækni og fóru þau hjónin til Englands þar sem Guðmundur stundaði rannsóknir en hún lærið þá bókasafnsfræði aðallega til þess að geta stutt mann sinn í sínum rannsóknum. Hún var þó ekki hætt að huga að meira námi sér til handa og tók Gagnfræðapróf utan skóla árið 1940 og svo stúdentspróf árið 1943 einnig utanskóla og svo lauk því með því að hún tók cand. mag. Í íslenskum fræðum árið 1950.

Líba rannsakaði m.a. ,,Kven- og lagarlíkinar á ljóðum Einars Benediktssonar og einnig áhrif frá kveðskap J’ons Þorlákssonar á kveðskap Jónasar Hallgrímssonar” Hún kunni ljóðmæli Jónasara ýkjulaust utanbókar eftir að hafa fjallað um hann í ritgerðinni. (timarit. 06.01.1963). Þess má geta að Líba var fyrst íslenskra kvenna til þess að útskrifast með kandídatspróf í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands.

Líba stofnaði ásamt tveimur öðrum konum Valborgu Bentsdóttur og Valdísi Halldórsdóttur tímaritið Emblu árið 1945 og var það starfrækt til árssins 1950. Blaðið flutti ritverk eftir konur í bundnu og óbundnu máli

Tíminn - 2. Tölublað (04.01.1963) - Tímarit.is (timarit.is)

Embla - 1. tölublað (01.01.1945) - Tímarit.is (timarit.is)

Líba Einarsdóttir (1912-1962) frá Miðdal - HAH (hunabyggd.is)

Karólína Sigríður Einarsdóttir (1912–1962), lauk kennaraprófi (fullnaðarprófi) í íslenskum fræðum frá heimspekideild Háskóla Íslands, fyrst kvenna, árið 1950

Embla - 1. tölublað (01.01.1946) - Tímarit.is (timarit.is)

 


Ritaskrá

Ritstjóri Emblu

Bókmenntatímarit sem starfrækt var á árunum 1945-1950