SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Jóhannesdóttir

Soffía Amanda Tara Jóhannesdóttir fæddist 15. júní 1959 á Fáskrúðsfirði.

Soffía gaf út tvær skáldsögur á níunda áratug tuttugustu aldar en lét þar við sitja og ekki hafa komið út eftir hana fleiri bækur síðan. Framhaldssagan "Ást og undirferli" birtist í tímaritinu Heima er bezt og í Húnavöku birtist smásagan "Seint fyrnast fornar ástir" árið 1990.

Skáldsögur Soffíu eru skrifaðar í anda afþreyingarbókmennta, ástarsögur með glæpaívafi. Efni fyrri bókarinnar var þannig lýst á útgáfutíma:

Örlagarík ákvörðun

Lónetta Ross verður fyrir miklu áfalli þegar henni er tilkynnt að hálfsystir hennar, Elena Brown, liggi fyrir dauðanum. Hún heimsækir systur sína, sem reynir að segja henni eitthvað mikilvægt, en Lónetta skilur það ekki. Eftir dauða Elenu, fær Lónetta ýmsar óvæntar upplýsingar um fortíð systur sinnar. Þar á meðal um mann sem hafði svikið hana. Lónetta ákveður að finna þennan mann og hefna systur sinnar hvað sem það kostar.

 


Ritaskrá

  • 1988  Hættulegt hlutverk
  • 1987  Örlagarík ákvörðun