SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Sigríður Jóndóttir frá Stöpum

Sigríður Jónsdóttir var fædd árið 1897 þann 4. mars á Stapa í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði.

Sigríður nam ljósmóðurfræði og tók burtfararpróf um tvítugt.

Sigríður átti tíu börn um ævina en missti eina dóttir mjög unga. Barn átti hún með Friðriki Jónssyni en hann fórst við Drangey. Með Tómasi Jónssyni átti Sigríður átta börn. Þau bjuggju lengi í Élivogum í Seyluhreppi, Skagafirði. Eftir stríð fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur.

Sigríður var hagmælt og gaf út eina ljóðabók á sinni ævi. Hún hafði enda í mörg horn að líta. Var hún kölluð einnar bókar ljóðakonan. Bókin heitir Hret og sólstafir, ljóð og ljóðavísur og gaf höfundur hana út sjálf í hárri elli.

Sigríður lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. júlí 1994.


Ritaskrá

1979 Hret og sólstafir