SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Kolbrún Valbergsdóttir

Kolbrún Valbergsdóttir er fædd á Ólafsfirði árið 1975. Hún útskrifaðist sem stúdent frá VMA vorið 1995 og með BA gráðu í enskum málvísindum og bókmenntum vorið 2002. Hún starfaði í tvo áratugi í alþjóðlega tæknigeiranum en fyrsta skáldsaga hennar kom út árið 2018. Kolbrún skrifar fyrst og fremst afþreyingarbókmenntir eins og sakamálasögur, skvísubækur, vísindaskáldsögur og spennusögur. Hún býr á Raufarhöfn þar sem hún skrifar og þýðir eigin verk.

Árið 2022 hlaut handritið Augljós og yfirdrifin viðurkenningu í handritasamkeppni Sparibollans og auk þess hafa nokkrar bækur Kolbrúnar verið tilnefndar til hljóðbókaverðlauna Storytel í gegnum árin

 


Ritaskrá

  • 2024 Ómennska
  • 2024 Aflið sem bærist
  • 2024 Hún gengur í myrkri
  • 2023 Augljós og yfirdrifin
  • 2023 Viljaverk
  • 2022 Sjónblekking
  • 2022 Svartar syndir
  • 2021 Sorgarfugl
  • 2021 Blóðarfur
  • 2020 Reyttar fjaðrir
  • 2019 Feit og móðursjúk
  • 2019 Ófyrirgefanlegt
  • 2018 Syndagjöld

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2022 Handritasamkeppni Sparibollans: Augljós og yfirdrifin

Þýðingar

  • 2024 Feit og móðursjúk (þýdd og staðfærð á ensku)

Í vinnslu

  • 2024 Reyttar fjaðrir (þýdd á ensku)
  • 2024 Augljós og yfirdrifin (þýdd og staðfærð á ensku)