Oddný Kristjánsdóttir
Oddný Krisjánsdóttir fæddist 3. september árið 1911 að Minna-Mosfelli í Mosfellssveit en fluttist barn að aldri með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar og síðan að Forsæti í Villingaholtshreppi.
Oddný var gift Ásmundi Eiríkssyni (f1908), bónda í Ferjunesi í Villingaholtshreppi og bjó þar frá árinu 1934. Þess má geta að hjónaband þeirra Ásmundar er talið eitt það lengsta hér á landi, 74 ár. Oddný var ráðin farkennari við Villingaholtshreppi aðeins 17 ára gömul og hún starfaði lengi með Kvenfélagi Villingaholtshrepps og var formaður þess í ein 15. ár. Morgunblaðið - 134. tölublað (18.05.2007) - Tímarit.is (timarit.is)
Úrval af ljóðum Oddnýjar kom út hjá Bókaforlaginu Bókrún 1989 en þá höfðu ljóð og frásagnir birst eftir hana í bókum og tímaritum.
Bókin Best eru kvöldin var gefin út af tilefni af níræðis afmæli Oddnýjar.
Oddný lést 5. maí árið 2007.
Ritaskrá
2001 Best eru kvöldin
1989 Bar ég orð saman