Jórunn Guðmundsdóttir
Fæddist þann 9. júlí árið 1887 á Kirkjubóli, Langadalsströnd. Bjó að Arnþórsholti í Lundarreykjadal. Kvæði eftir hana er að finna t.d. á handritadeildinni.
Jórunn giftist borgfirzkum bónda Magnúsi Sigurðssyni frá Arnþórsholti í Lundarreykjadal og bjó þar til dánardægurs.
Jórunn orti fallegt ljóð í tilefni komu dönsku konungshjónanna Kristjáns tíunda og Alexandríu til Íslands árið 1923. Ljóðið birtist í 12. árgangi Hlínar árið 1928. Þannig var að drottningunni Alexandríu var gefið belti til að bera við skautbúninginn sem íslenska þjóðin færði henni og Jórunn orti kvæði af því tilefni. Kvæðið birtist auk þess í Morgunblaðinu ásamt öðrum lofkvæðum drottningunni til heiðurs.
Heimild Morgunblaðið 8 júlí 1982 og 13 júlí 1982.
Ljóð eftir Jórunni eru varðveitt á handritadeildinni sjá.:
Handrit.is Lbs 4710 8vo 20 vélrituð blöð, óinnbundið kvæðið Sæluvikuljóð. Handritið kom frá vesturheimi en þá hafði Jórunn gefið Þorsteini Jósefssyni handritið árið 1939 en þann 14. júní 1994 keypti Guðmundur Sæmunsson forsali það.
Þá má finna ljóðin hennar í bókinni ,,Og þá rigndi blómum‘‘ 1991
Samkæmt íslendingabók er Jórunn sögð hafa verið niðursetningur áður en hún giftist Magnúsi.
Jórunn lést árið 1967