SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðný Beinteinsdóttir

Guðný Beinteinsdóttur var fædd í Grafardal 28. apríl 1915. Ung að árum fluttist hún til Reykjavíkur og starfaði þar lengst af síðan. Hún var fremur hlédræg að eðlisfari og flíkaði lítt hugsunum sínum. Víst er þó að hugur hennar stóð til hjúkrunarstarfa en heilsa hennar leyfði ekki að hún stundaði þau störf. Guðný var minnug og hafði góðan skilning á því sem hún las, einkum skáldskap. Hún var næm á tónlist og hafði vafalítið hæfileika á því sviði. Hún var vel hagmælt og átti létt með að kasta fram vísum. Á seinni árum rifjaði hún upp ljóð sín og bætti nýjum við.

Ljóðabókin hennar inniheldur helstu ljóð hennar og vísur.

Í Grafardal í Borgarfirði stóð samnefndur bær. Þar bjuggu hjónin Helga Pétursdóttir og Beinteinn Einarsson. Börn þeirra urðu átta og hneigðust öll að ljóðagerð. 

 


Ritaskrá

1985  Ég geng frá bænum