Anna Margrét Sigurðardóttir
Anna Margrét Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík árið 1985.
Hún ólst upp í Kópavogi, gekk í Kársnesskóla og síðan Kópavogsskóla áður en hún fór í Mennaskólann í Kópavogi. Hún lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði með alþjóðaviðskipti og markaðsáætlanagerð sem aukafag frá Háskóla Íslands og lauk síðar M.A prófi í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands.
Fyrsta bók Önnu Margrétar, Hringferðin, kom út árið 2021. Bókinni var svo vel tekið að ákveðið var að gefa út glæpaseríu um lögreglutvíeykið í bókinni. Síðan þá hafa bækurnar Örvænting og Öskrið litið dagsins ljós. Anna Margrét hefur einnig skrifað barnabókina Dularfulli steinninn í garðinum sem var tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna.
Anna Margrét býr í Kópavogi ásamt fjölskyldu sinni.
Ritaskrá
2024 Öskrið
2023 Dularfulli steinninn í garðinum
2023 Örvænting
2021 Hringferðin
Tilnefningar
2024 Tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna fyrir Dularfulla steininn í garðinum.