SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Hugrún Björnsdóttir

Hugrún Björnsdóttir er fædd árið 1988 í Reykjavík. Hún lauk BA gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 2011, MA gráðu í blaða- og fréttamennsku við sama skóla árið 2014, diplómagráðu í vefþróun frá Reykjavík Academy of Web Development árið 2017 og diplómagráðu í verkefnastjórnun frá Rochester Institute of Technology árið 2021.

Fyrsta bók Hugrúnar, Rót alls ills, er rómantísk spennusaga og kom út hjá Storytel í júlí 2024. Þar var aðalsöguhetjan, réttarsálfræðingurinn Kamilla Brim, kynnt til leiks. Í bókinni kemur Kamilla að rannsókn sakamáls en ásamt því þarf hún að takast á við gömul fjölskylduleyndarmál og flækjur í ástarlífinu.

Næsta bók í seríunni um Kamillu kemur út árið 2025. 

Ritaskrá

  • 2024  Rót alls ills