
Ingibjörg Lárusdóttir
Ingibjörg Lárusdóttir 3. des. 1860 - 19. júní 1949. Rithöfundur, síðar kaupmaður.
Foreldrar hennar; Lárus Erlendsson 2. feb. 1834 [30.1.1834] - 22. nóv. 1934. Bóndi í Holtastaðakoti í Engihlíðarhr., A.-Hún, síðar á Blönduósi.
og kona hans 19.10.1856; Sigríður Hjálmarsdóttir 21. jan. 1834 - 25. feb. 1907. Ljósmóðir og húsfreyja í Holtastaðakoti í Langadal, Engihlíðarhr., A-Hún. Var með föður sínum á Minni-Ökrum í Miklabæjarsókn, Skagafirði 1845. Faðir hennar var Bólu-Hjálmar
Systkini hennar voru þau Guðný fædd 1863-1941, Hjálmar fæddur 1868-1927 og Jón kvæðamaður frá Hlíð á Vatnsnesi fæddur 1873-1959.Maður hennar 31.12.1885; Ólafur Ólafsson f. 6. október 1863 - 25. júlí 1930. Léttadrengur á Ljótshólum, Auðkúlusókn, Hún. 1880. Var á Sneis á Laxárdal, A-Hún. um tíma og flutti þaðan til Blönduóss um 1890. Vefari og póstur í Ólafshúsi á Blönduósi.
Ritaskrá
1936 Úr djúpi þagnarinnar