SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ragnheiður Jónsdóttir

Ragnheiður Jónsdóttir er fædd árið 1989 í Reykjavík. Hún er með meistarapróf í íslensku en er einnig menntuð í myndlist, tónlist og markaðsfræði. Fyrsta bók Ragnheiðar, Blóðmjólk, kom út hjá Veröld 2023 en hún sigraði glæpasagnasamkeppnina Svartfuglinn. Dómnefnd skipuðu Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson ásamt Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar. „Með Blóðmjólk kveður sér hljóðs afar athyglisverður rithöfundur sem eykur enn á fjölbreytnina í íslenskri glæpasagnaflóru með sannkölluðum skvísukrimma,“ segir í umsögn dómnefndar.
 
Önnur bók Ragnheiðar, glæpasagan Svikaslóð, kom út hjá Bókabeitunni 2024. Hún segir frá hjónum sem vegnar vel í lífinu en undir niðri kraumar óánægja og öfund. Þegar sonur mannsins úr fyrra hjónabandi finnst myrtur kemur margt misjafnt í ljós og hjónin þurfa að horfast í augu við brostnar vonir og svik.

Ritaskrá

  • 2024 Svikaslóð
  • 2023 Blóðmjólk

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2023 Svartfuglinn: Blóðmjólk