
Auður Styrkársdóttir
Auður fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1951, dóttir hjónanna Styrkárs Sveinbjarnarsonar prentara og Herdísar Helgadóttur bókavarðar.
Auður er með B.A. próf í stjórnmálafræði frá H.Í., M.A. próf í stjórnmálakenningum frá University of Sussex og Fil.dr. próf frá Umeå universitet. Hún lagði stund á blaðamennsku og síðan kennslu og var forstöðukona Kvennasögusafns Íslands í Þjóðarbókhlöðu frá 2001 til starfsloka árið 2016 er hún hóf nám í ritlist við H.Í. og lauk M.A. prófi árið 2019.
Eftir Auði liggur fjöldi fræðilegra greina, sýningarskráa og sýningartexta, einkum á sviði stjórnmálasögu kvenna. Þá fjalla tvær fræðibækur hennar um sama viðfangsefni: Barátta um vald. Konur í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908-1922, og From Feminism to Class Politics.
Fyrsta smásaga Auðar birtist í Tímriti Máls og menningar árið 2016 og hafa síðan nokkrar smásögur birst eftir hana. Árið 2019 birtist æviskáldsagan Helga saga. Íslendingasaga úr gráa veruleikanum, og árið 2024 æviskáldsagan Kona á buxum. Nokkrar furður úr ævi Þuríðar formanns.
Auður býr í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Svani Kristjánssyni. Samanlagt eiga þau fjögur börn.
Ritaskrá
- 2024 Kona á buxum. Nokkrar furður úr ævi Þuríðar formanns
- 2019 Helga saga. Íslendingasaga úr gráa veruleikanum
Eftir Auði liggur fjöldi fræðilegra greina, sýningarskáa og sýningartexta, einkum á sviði stjórnmálasögu kvenna. Þá fjalla tvær fræðibækur hennar um sama viðfangsefni: Barátta um vald. Konur í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908-1922, og From Feminism to Class Politics.