SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóhanna Hermansen

Jóhanna Hermansen frá Birkihlíð í Vestmannaeyjum, húsfreyja, ritari, myndlistarmaður fæddist 28. maí 1954. Foreldrar hennar voru Guðni Hermansen frá Ásbyrgi málarameistari og myndlistarmaður, f. 28. mars 1928, d. 21. september 1989, og kona hans Sigríður Jóna Kristinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, starfsmaður félagsheimilis, f. 29. september 1929 á Rafnseyri við Kirkjuveg 15 b  d. 12. ágúst 2010.

Börn Sigríðar Jónu og Guðna:
1. Kristinn Agnar Hermansen málarameistari, f. 24. október 1950. Kona hans Guðfinnu Eddu Eggertsdóttir
2. Jóhanna Hermansen húsfreyja, ritari, myndlistarmaður, f. 28. maí 1954. Maður hennar Ágúst Birgisson.

Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðiskólanum, lærði tækniteiknun í Danmörku 1984. Hún nam við Myndlistarskólann Kópavogs 2009. Jóhanna vann á skrifstofu bæjarfógeta í Eyjum frá nóvember 1972-maí 1977, var ritari hjá lögfræðistofum í Reykjavík, síðan þjónusturfulltrúi hjá Öryrkjabandalaginu í Reykjavík í 5 ár eða til starfsloka vegna aldurs. Jóhanna málar aðallega með olíu og viðfangsefni hennar eru aðallega börn, náttúran, portrait og abstrakt. Hún hefur haldið fjölda samsýninga og 3 einkasýningar. Þau Ágúst eiga 4 börn.

I. Maður Jóhönnu er Ágúst Birgisson tæknifræðingur, f. 16. maí 1957. Foreldrar hans voru Birgir Ágústsson húsgagnasmíðameistari, f. 2. október 1933 á Fáskrúðsfirði, d. 2. júní 2003, og fyrrum kona hans Þórey Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1935.
Börn þeirra:
1. Elva Björk Ágústsdóttir, með BA-próf í sálfræði, sálfræðikennari, f. 26. maí 1980. Fyrrum maður hennar Ágúst Ingi Arason. Maður hennar Gísli Hrafnkelsson.
2. Ari Birgir Ágústsson leikari, vinnur við kvikmyndagerð, f. 23. maí 1987. Sambúðarkona hans Ásbjörg Einarsdóttir.
3. Guðni Agnar Ágústsson húsasmíðameistari, f. 2. ágúst 1990. Sambúðarkona hans Salóme Gísladóttir.
4. Sigríður Margrét Ágústsdóttir markaðsfræðingur, f. 14. ágúst 1996. Sambúðarmaður hennar Guðmundur Ragnarsson.

Heimild.: Heimaslóð

Jóhanna gaf út barnasöguna ,,Goskisi" árið 2014 og ári seinna gaf hún út aðra barnabók sem fékk heitið ,,Eins og þú". Bókin er heimspekileg nálgun á þekktu viðfangsefni um sjálfsmynd barna. Sagan segir frá tveimur trjám sem standa hlið við hlið í stórum garði í bæ úti á landi. Ösp og grenitré taka tal saman og þá kemur í ljós að öspinni langaði svo mikið til að vera grenitréð, fannst það vera svo grænt og þétt og fallegt og það gagnstæða kemur í ljós, grenitréð vildi nefnilega vera eins og öspin, há og tígluleg. Skemmtileg bók með mikið uppeldislegt gildi.


Ritaskrá

2015 Eins og þú

2014 Goskisi