SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Birta Ósmann Þórhallsdóttir

Birta Ósmann Þórhallsdóttir er fædd árið 1989 í Osló en ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur.

Birta lærði myndlist í Listaháskóla Íslands og Escuela Nacional de pintura, esculture y grábado "La Esmeralda" í Mexíkóborg. Hún er með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands og MA í ritlist frá Háskóla Íslands.

Birta hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2016.

Fyrsta bók Birtu var örsagnasafnið Einsamræður sem kom út 2019.  Sögurnar eru 21 talsins og eru sprottnar úr íslenskum veruleika og af framandi slóðum, þær lýsa hversdeginum en sumar eru sveipaðar þjóðsagna- og ævintýrablæ.

Árið 2021 kom út þýðing Birtu úr spænsku á skáldsögu mexíkóska rithöfundarins Mario Bellantin, Snyrtistofunni

2022 kom út fyrsta ljóðabókin sem Birta gefur út undir eigin nafni, Spádómur fúleggsins. Hún hafði áður gefið út ljóðableðla ásamt Ástríði Tómasdóttur, 2006 og 2010 og endurljóðblöndun á Aldnir hafa orðið í bókinni Tímaskekkjur sem nemendur í ritlist og ritstjórn við Háskóla Íslands gáfu út saman árið 2016.

Birta býr á Patreksfirði þar sem hún aðstoðar köttinn Skriðu við Skriðu bókaútgáfu ásamt því að sinna ritstörfum, þýðingum og myndlist.

 


Ritaskrá

  • 2022  Spádómur fúleggsins
  • 2019  Einsamræður
  • 2016  Tímaskekkjur (ásamt fleiri höfundum)

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2016  Nýræktarstyrkur Miðstöðvar íslenskra bókmennta

 

Þýðingar

  • 2021  Mario Bellatin: Snyrtistofan